Heimsókn á hestabúgarð
Heimilisfólkið á Múla býður gestum að koma á hestasýningu og skoða veröld íslenska hestsins í fallegu umhverfi í Álftafirði. Að sýningu lokinni fá gestir tækifæri til að hitta hesta og knapa.

Heimsókn á hestabúgarðinn í Múla
Heimsóknin er fyrir 12 – 50 manna hópa eða eftir samkomulagi.
Vinsamlegast pantið með fyrirvara með því að senda tölvupóst eða hringja.
Heimsóknin er í boði yfir sumarið.

Áætlaður tími
heimsóknar er
45 – 60 mín.
Við erum 30 km
frá Djúpavogi
(25 mín. akstur)
Við ræktum hesta, elskum að tala um þá og reynum að svara öllum ykkar spurningum
Á Múla höfum við komið upp vísi að „húsdýragarði“ og ýmis dýr, stór og smá sjást á vappi á hlaðinu. Bærinn sjálfur kúrir í brekku undir álfaklettum og öllum fótaliprum er velkomið að taka stutta náttúrgöngu. Kaffiveitingar eru auðvitað hluti af upplifuninni.
Um okkur
Við rafvirkjahjónin Þeba Björt og Guðmundur Skagalín erum dýravinir og höfum ástríðu fyrir skógrækt. Við hjónin eru Ásatrúar og nokkrum sinnum á ári safnast hópur saman og haldin eru blót í fögrum hlíðum sveitarinnar. Landið er okkar gróðurparadís og hentar vel til hestaræktar. Á sumrin stækkar fjölskyldan okkar og fleiri ungir hestamenn bætast í krakkahópinn.
Velkomin á Múla!













